Fangar á Akureyri vilja aukna möguleika til náms

Fangelsið á Akureyri
Fangelsið á Akureyri

Fangar á Akureyri hafa takmarkaða möguleika til náms þar sem enginn þjónustusamningur við menntastofnun er í gildi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segir það hlutverk fangelsisyfirvalda að semja um þjónustu við aðila í heimabyggð, sem sinnt geti þjónustu við fangelsin. Nefnir hann þar sérstaklega þjónustusamning um nám, t.d. við Verkmenntaskólann á Akureyri um kennslu og námsráðgjöf. Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Guðmund Inga í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast