Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskaði bókað á fundi bæjaráðs: "Um leið og Vinstri hreyfingin grænt framboð fagnar áformum um virkjun "bæjarlækjarins" á Akureyri leggjum við mikla áherslu á að unnið verði að deiliskipulagi sem nær til alls Glerárdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu en ekki verði eingöngu miðað við skipulag sem lýtur að tiltekinni virkjun."