Fallið frá tilboði í Sigurhæðir og ráðast þarf í töluverðar endurbætur

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Stjórn Akureyrarstofu mun ekki halda áfram viðræðum um tilboðið sem hefur mögulega búsetu sem forsendu í Sigurhæðum þar sem komið hefur í ljós að ráðast þarf í miklar viðgerðir á húsinu. Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 28. maí sl. var samþykkt að ganga til viðræðna við Kristínu Kjartansdóttur og Hlyn Hallsson um tilboð í leigu á Sigurhæðum. Var það í kjölfar þess að fyrri bjóðandi hafði dregið tilboð sitt til baka.

Hugmynd þeirra að nýtingu gerði ráð fyrir að búið yrði að staðaldri á efri hæð hússins og óskuðu þau eftir að breytingar yrðu gerðar á hæðinni til að það væri mögulegt. Eitt af því sem kanna þurfti áður en ljúka mætti samningi um tilboðið var grunur um leka í þaki hússins. Mat sérfræðinganna er að til þess að mögulegt sé fyrir fjölskyldu að búa að staðaldri á efri hæð hússins þurfi að ráðast í mun umfangsmiklar breytingar á þakinu og þakrými og auka loftun til muna vegna þess raka sem fylgir almennt búsetu fólks.

Af þessum sökum mælir UMSA gegn því að búseta verði heimiluð í húsinu nema að ráðast fyrst í þær breytingar. Gróft mat á kostnaði við þær er að hann gæti numið á milli 15 og 25 m.kr, segir á vef bæjarins.

Fyrirhuguð var að Akureyrarbær myndi selja Sigurhæðir, húsinu sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann, en sú áætlun hlaut harða gagnrýna á meðal bæjarbúa. Helstu ástæða sölunnar voru þær að húsið hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs aðgengis. Því var ákveðið að hætt við sölu og auglýsa húsið til leigu.


Athugasemdir

Nýjast