Fallið frá sölu á Deiglunni

Deiglan
Deiglan

Á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu var samþykkt tillaga um draga til baka sölu á Deiglunni. Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 lagði stjórn Akureyrarstofu til að kannaðir yrðu möguleikar á sölu Deiglunnar. Fasteignir Akureyrarbæjar auglýstu eignina en lítil eftirspurn hefur hins vegar verið eftir eigninni. Í bókun Akureyrarstofu segir að komnar séu allmargar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins sem eru til þess fallnar að efla starfsemina í Listagilinu.

Með því að falla frá sölu Deiglunnar er ljóst að fyrirhuguð hagræðing sem af henni hefði leitt næst ekki. Í framhaldinu mun stjórn Akureyrarstofu fara yfir nýtingu á þeim eignum sem tilheyra málaflokkum hennar og skoða hvort selja megi einhverjar þeirra.

-þev

Nýjast