Samtök þjóðar gegn Icesaveþakka öllum sem sýndu stuðning í verki og skrifuðu undir áskorun til þings og forseta um að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Samtökin færa forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, innilegar þakkir fyrir að hafa tekið á móti fulltrúum samtakanna og hlustað á rödd þjóðarinnar. Loks færa samtökin þeim þingmönnum sem studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi þakkir.
Föstudagskvöldið 11. febrúar kl. 22:15 hófst undirskriftasöfnun þar sem skorað var á forseta Íslands að synja lögum um Icesave staðfestingar. Á fimm og hálfum sólarhring skoruðu 37.488 Íslendingar á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar.
Hin sterku viðbrögð eru án fordæmis í sögu lýðveldisins.
Alþingi felldi tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu með naumum meirihluta. Þrjátíu þingmenn vildu vísa málinu til þjóðarinnar en 33 voru á móti. Í skoðanakönnun MMR kom fram að 62,1% Íslendinga vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjasta Icesave-samninginn gegn 37,9%. Liðlega 80% aðspurðra tóku afstöðu, segir í fréttatilkynningu.