Útgjöld til fjárhagsaðstoðar á Akureyri
héldu áfram að lækka á árinu
2017. Heildarútgjöldin voru tæplega
120 milljónir kr. sem er 17,09%
lækkun frá árinu áður. Þetta kemur
fram í árskýrslu Akureyrarbæjar.
Viðtakendur fjárhagsaðstoðar voru
einnig færri eða 340 á móti 359 árið
áður. Þriðja árið í röð er hlutfall þeirra
sem fá fjárhagsaðstoð undir 2% af
íbúafjölda sveitarfélagsins eða 1,81%.
Eins og á síðasta ári voru einhleypir
karlar stærsti hópurinn eða 36% en
hlutfall einstæðra mæðra og einhleypra
kvenna er jafnt eða 26%.