Færri fljúga innanlands en Bretlandflugið vegur samdráttinn upp

Farþegum á innanlandsflugvöllum fækkað um ríflega 8 þúsund á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama…
Farþegum á innanlandsflugvöllum fækkað um ríflega 8 þúsund á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Bretllandsflug frá Akureyri vegur upp á móti samdrættinum.

Farþegum á innanlandsflugvöllum fækkað um ríflega 8 þúsund á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Bretllandsflug frá Akureyri vegur upp á móti samdrættinum.

Rétt rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs ef Keflavíkurflugvöllur er frátalinn, rúmlega 8 þúsund færri en í fyrra. Ef litið er til fyrstu sex mánaða áranna á undan þá hefur fjöldinn í ár verið rétt undir meðaltalinu (388 þúsund) á þessari öld. Þó ber að hafa í huga að hinn mikli fjöldi sem nýtti sér innanlandsflugið árin 2000, 2007 og 2008 hífir upp meðaltalið.

Rúmlega 3500 í beinu Bretlandflugi

Um flugstöðina á Akureyri fóru fleiri en á sama tíma í fyrra en horfa verður til þess að 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum. Um var að ræða leiguflug á vegum breskrar ferðaskrifstofur og því ekki ekki farþegar í innanlandsflugi. Þetta var í fyrsta skipti sem þessar ferðir voru í boði og ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár. Þetta kemur fram á vefnum túristi.is.

Nýjast