Færir fólki hlýju og gleði í hjarta

Hulda Ólafsdóttir / mynd karl eskil
Hulda Ólafsdóttir / mynd karl eskil

“Ég leitaði ekki langt yfir skammt, þegar verið var að huga að staðsetningu fyrirtækisins. Ég einfaldlega málaði og snyrti kjallarann hérna í Þórunnarstrætinu sem áður hýsti meðal annars kýr og kálfa, en hafði ekki verið í notun lengi. Ég er afskaplega ánægð með útkomuna, kjallarinn er núna björt og notaleg vinnustofa innan um gamlar heimasmíðaðar fjalahillur og burðarbita,” segir Hulda Ólafsdóttir á Akureyri sem rekur fyrirtækið Hjartalag. Hún hannar ýmiskonar gjafavörur með litlum ljóðabrotum eftir sjálfa sig og tekur auk þess að sér ýmis grafísk verkefni. Þá heldur hún úti heimasíðunni hjartalag.is, þar er meðal annars hægt að senda kort við ýmis tækifæri með rafrænum hætti.  “Ég legg áherslu á íslenska framleiðslu, en markmiðið Hjartalags er fyrst og fremst að færa fólki hlýju og gleði í hjarta.”

Hjartalag kynnir vörur sínar á Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan maí.

 Sjá nánar á hjartalag.is

karleskil@vikudagur.is

Nýjast