Færð og veður

Innbærinn á Akureyri í morgun/mynd Karl Eskil
Innbærinn á Akureyri í morgun/mynd Karl Eskil

Í dag verður norðvestlæg átt á Norðurlandi eystra, 8-13 m/sek og snjókoma. Síðdegis verður 13-18 m/sek, en 8-13 óg él á morgun. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum. Töluvert hefur snjóað á Akureyri en allar helstu leiðir eru færar.

Þæfingur er með ströndinni við Dalvík. Öxnadalsheiðin er fær, en á Víkurskarði er þæfingur. Þæfingur er á Ólafsfjarðarmúla og varað er við snjóflóðahættu, vegurinn verður aftur lokaður klukkan 22:00 í kvöld. Meðfylgjandi mynd var tekin í Innbænum á Akureyri í morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Vaxandi austanátt og dálítil snjókoma S- og V-lands, 10-20 m/s síðdegis, hvassast syðst. Mun hægari vindur og bjart veður á N- og A-landi, en smáél við ströndina. Frost 2 til 18 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á mánudag:
Austan 13-20 m/s, en dregur heldur úr vindi síðdegis. Slydda eða rigning S-lands, snjókoma á A-verðu landinu en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig S-til, annars minnkandi frost.

Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur):
Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum, einkum SA-lands, en dálítil snjókoma á N-verðu landinu. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt. Snjókoma með köflum N- og A-lands, annars úrkomulítið. Hiti um og undir frostmarki.

Nýjast