Samkvæmt nýjum tölum á covid.is eru 108 í einangrun á Norðurlandi eystra með Covid-19 sem er fækkun um átta á milli daga. Þá eru 175 í sóttkví. Alls greindust ellefu kórónuveirusmit innanlands í gær og eru alls 1.076 í sóttkví á landinu.
Áfram eru sex inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með kórónuveiruna en enginn þeirra er á gjörgæslu.