Veðrið hefur ekki endilega áhrif á Íslendinga, þeir fá sér ís í hvernig veðri sem er, sumar sem vetur, segir Fríður Leósdóttir eigandi ísbúðarinnar Brynju á Akureyri. Hún segist verulega sátt við íssöluna það sem af er sumri þegar hliðsjón sé höfð af þeirri kuldatíð sem íbúar á norðanverðu landinu hafa mátt við undanfarnar vikur. Fríður segir að vissulega séu færri íslenskir ferðalangar fyrir norðan, þeir haldi sig greinilega á þeim hluta landsins þar sem meiri sól er.
En á móti kemur að við verðum vör við að útlendingar koma hingað í stríðum straumum, fólk klæðir sig bara betur en vant er að sumrinu, en lætur skort á hita ekki hafa áhrif á sig og fær sér ís eftir sem áður.
-mþþ