“Eyðum staðalímyndum – leyfum hæfileikum að njóta sín”

Á morgun, fimmtudaginn 1. október verður haldin á vegum Jafnréttisstofu, málstofa á Hótel KEA undir yfirskriftinni; "Eyðum staðalímyndum - leyfum hæfileikum að njóta sín".  Í kynningu segir að fyrirtæki hafi ekki efni á að láta hæfileika fara forgörðum en staðlaðar hugmyndir um hvað hæfi konum og körlum komi oft í veg fyrir að hæfileikar starfsfólks njóti sín.  

Til að ræða hvernig hægt er að vinna gegn þessu verður málstofan haldin. Hún er ætluð fólki í rekstri og stjórnun, starfsmannastjórum og öðrum sem hafa áhuga á málefninu.

Dagskrá 

09:00 - 09:15     Ávarp og kynning á átakinu  „Eyðum staðalímyndum - leyfum hæfileikum að njóta sín"   Ingibjörg Elíasdóttir NFP Jafnréttisstofu

09:15 - 10:00     „Hvernig  er staða kynjanna á Íslandi?"  Kristín Ástgeirsdóttir NE Jafnréttsstofu

10:00 - 10:45     „Ráðum hæfasta manninn! -  Eru konur líka  menn?"  Gyða Margrét Pétursdóttir doktorsnemi

10:45 - 11:00     Kaffihlé

11:00 - 12:00     Kynleg störf og hæfileikar  NFP og NE

Hópvinna. (verkefni 2.2 og 2.3)

12:00 - 13:00     Hádegismatur

13:00 - 13:45     Stuttar kynningar og umræður (IE og TH)

„Hvað segja lögin?"       „Jafnréttisáætlanir í fyrirtækjum - til hvers?"

13:45 - 15:00      „Og hvað gerum við svo?"

Hópvinna,  hagnýt verkefni  (IE, FBJ, TH, KÁ)

14:45 - 15:00     Kaffihlé

15:00 - 15:30     Niðurstöður og samantekt (IE og KÁ)

Nýjast