„Eurovison er okkar fótbolti“

Það var stuð og stemmningn heima hjá Jóhann Davíð Ísakssyni á þriðjudaginn var þegar Ísland keppti í fyrri undanriðlinum. Jóhann Davíð og Þórunn Kristín eru fyrir miðri mynd. Eflaust verður stemmningin ekki minni í kvöld.
Úrslitakvöldið í Eurovison fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld og vafalaust mun stór hluti landsmanna sitja límdur við skjáinn á meðan keppninni stendur. Vikudagur tók tvo eldheita aðdáendur keppninnar tali, þau Jóhann Davíð Ísaksson lækni og hjúkrunarfræðinginn Þórunni Kristínu Sigurðardóttur. Jóhann bjó í Svíþjóð í nokkur ár og segist hafa smitast af Eurovison-bakteríunni þar í landi en Þórunn fór að fylgjast með keppnina af alvöru árið 2004 þegar Ruslana sigraði fyrir Úkraínu. Rætt er við þau Jóhann og Þórunni í prentúgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 12. maí