Fyrirtækið Eureka Golf ehf. mun hafa áframhaldandi yfirumsjón með hönnun á Jaðarsvelli. Stjórn Golfklúbbs Akureyrar og forsvarsmenn Eureka Golf skrifuðu í gær undir samning þess efnis. Í framhaldi af undirritun uppbyggingarsamnings GA og Akureyrarbæjar var undirritaður samningur við Edwin Rögnvaldsson golfvallarhönnuð fyrir hönd Eureka Golf um áframhaldandi samstarf um yfirumsjón með hönnun og endurskipulagningu Jaðarsvallar, hönnun á nýjum níu holu velli og æfingarsvæði.
Þá hefur GA fengið til liðs við sig sérfræðinga til ráðgjafar á meðhöndlun trjágróðurs og skipulagningar á gróðurreitum á vallarsvæðinu. En það hefur þótt mikilvægt í seinni tíð, enda Jaðarsvöllur orðinn afar gróðursæll.