15. apríl, 2007 - 10:37
Fréttir
Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðbæ Akureyrar í gærkvöld, eftir að Söngkeppni framhaldsskólanna lauk í Íþróttahöllinni, og var nokkuð líflegt í bænum fram á nótt. Fyrir vikið var töluverður erill hjá lögreglu. Ein líkamsárás barst á borð lögreglunnar á Akureyri en engin kæra hefur verið lögð fram. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur, aðrir þrír fyrir hraðakstur og tvö rúðubrot voru tilkynnt.