Ég flutti hingað fyrir ári síðan og segi gjarnan að glöggt sé gests augað. Eins og ég upplifi þetta er fólk hérna þannig gert að það ýmist hefur áhuga fyrir pólitík eða ekki. En það eru eflaust margir sem hafa skoðanir á þessu tiltekna máli en þora ekki tjá sig, segir Hrafndís Bára Einarsdóttir íbúi í Svalbarðsstrandarhreppi.
Mikil ólga er meðal íbúa í sveitarfélaginu vegna ráðningar Eiríks Hauks Haukssonar í stöðu sveitarstjóra. Alls hafa 83 íbúar sent sveitarstjórn bréf þar sem þess er óskað að staða sveitarstjóra yrði auglýst en það var ekki gert. Hrafndís segir að málið sé erfitt fyrir marga íbúa.
Nánar er fjallað um málið og rætt við Hrafndísi Báru í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær