Erfitt að segja skilið við lífið á Ítalíu

Kristján Jóhannsson ásamt konu sinni Sigurjónu Sverrisdóttur.
Kristján Jóhannsson ásamt konu sinni Sigurjónu Sverrisdóttur.

Hann hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Kristján Jóhannsson þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni. Hann er kominn af mikilli tónlistarfjölskyldu, hóf söngnám um tvítugt við Tónlistarskóla Akureyrar hjá Sigurði Demetz og fór síðan til Ítalíu í leit að frægð og frama á sviði óperunnar.

Kristján er einn örfárra íslenskra söngvara sem komist hafa á svið stærstu óperuhúsa heims. Hann hefur verið eftirsóttur söngvari og unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim, ásamt því að syngja í virtustu óperuhúsum á borð við La Scala í Mílanó og Metropolitan í New York. Í

Kristján er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Vikudags þar sem hann ræðir ferilinn, æskuna, ástina og lífið.

-þev

Nýjast