Á síðustu vikum höfum við frambjóðendur farið víða og hitt kjósendur. Alloft hef ég fengið þá spurningu hvort pólitíkin sé dauð. Hefur fólk þá verið að skírskota til þess að lítið og seint hafi heyrst frá framboðum, hitamál séu fá og hreinlega ekkert fútt í þessu líkt og einn sagði. Eins hafi stefnuskrár flokkanna verið seint á ferðinni og svona mætti lengi telja.
Vissulega er það rétt að fyrir komandi kosningar er lítið um hitamál. Allgóð samstaða hefur verið innan bæjarstjórnar á liðnu kjörtímabili; engin Dalsbraut og ekkert síki, skrifar Guðmundur Baldvin Guðmundsson oddviti Framsóknarflokksins í aðsendri grein í Vikudag.