Er einhver sem biður um allan þennan sandburð ?

Anton Benjamínsson
Anton Benjamínsson

"Við búum á norðurhjara og það er eðlilegt að stöku sinnum verði hált á götum og gangstígum.  Forræðishyggjan má ekki vera slík að við verðum ekki vör við hálku af og til.  Er einhver sem biður um allan þennan sandburð?  Líklega einhverjir, en afar fáir tel ég, og líklega enn færri sem biðja um að láréttar götur séu sandi bornar ótt og títt.  Lítill hópur fólks á ekki meiri rétt en þorri bæjarbúa," skrifar Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri í aðsendri grein í Vikudegi.


Grein Antons

Nýjast