Leikurinn var þó jafn í byrjun. Heimastúlkur komust í 4:2 og héldu í við Hauka framan af fyrri hálfleik. Þegar líða fór á leikinn fóru gestirnir hægt og bítandi að síga framúr og höfðu sex marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 17:11.
Gestirnir héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfeik í þeim seinni og náðu mest 11 marka forystu í leiknum í stöðunni 31:20. Það fór svo að lokum að Haukar tryggðu sér tíu marka sigur, 34:24.
Arnar Valgerður Erlingsdóttir og Martha Hermannsdóttir voru markahæstar í liði KA/Þórs í dag með 5 mörk hvor, Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði 4 og aðrar minna. Þá varði Selma Sigurðardóttir 3 skot í leiknum og Lovísa Eyvindsdóttir 2 skot, en markverðirnir náðu sér engann veginn á strik í dag hjá KA/Þór og munar um minna.
Í liði Hauka fór Hanna G. Stefánsdóttir á kostum og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir kom næst með 6 mörk og Tatjana Zokovska skoraði 4. Þá varði Heiða Íngólfsdóttir 18 skot í leiknum fyrir gestina.
Staða KA/Þórs eftir fyrstu fjórar umferðirnar er ekki vænleg en liðið hefur enn ekki innbyrt stig deildinni. Framundan er erfiður heimaleikur hjá norðanstúlkum þegar Stjarnan kemur heimsókn nk. laugardag, þann 7. nóvember.