Enn tapar KA í Lengjubikarnum

Fram vann þriggja marka sigur gegn KA, 4:1, er liðin áttust við í Boganum í gær í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Hjálmar Þórarinsson skoraði tvívegis fyrir Fram í leiknum og þeir Jón Guðni Fjóluson og Kristinn Ingi Sigurðsson eitt mark hvor.

Mark KA í leiknum skoraði Sigurjón Fannar Sigurðsson. KA er þar með enn án stiga í riðli 2 í A- deild, en Fram hefur níu stig í efsta sæti.

Nýjast