Enn ein lúxussnekkjan á Húsavík

Calypso við Húsavíkurhöfn. Mynd /epe
Calypso við Húsavíkurhöfn. Mynd /epe

Þessi lúxussnekkja lét úr höfn á Húsavík í dag eftir sólarhrings stopp. Þetta glæsilega skip heitir Calypso og var smíðað af Amels í Hollandi árið 2003. Snekkjan er 61,5 . á lengd og 10,6 m. á breiddina. Þá er svefnpláss fyrir 12 manns í sjö káetum. Aðalsvítan er á tveimur hæðum með sér setustofu og skrifstofu á annarri hæð. Á 1. Hæð er stórt hjónarúm, tvö fataherbergi og baðherbergi sem er ekki af lakari gerðinni.

Áhöfn Calypso telur fimmtán manns en snekkjan er knúin áfram af tveimur 2600 hestafla caterpillar vélum og getur snekkjan siglt á allt að 15 hnúta hraða.

CAlypso


Athugasemdir

Nýjast