Englarnir frumsýna leikrit

Krakkarnir í Englunum. Mynd/Eyþór Ingi Jónsson.
Krakkarnir í Englunum. Mynd/Eyþór Ingi Jónsson.

Leikhópurinn Englarnir frumsýnir leikritið Týndu jólin n.k. föstudag í Rýminu á Akureyri. Krakkarnir sem eru 12-15 ára sömdu sjálf leikritið og setja á svið. Leikritið fjallar um börn sem fá ekki í skóinn og lenda í ýmsum ævintýrum í kjölfarið. Sjón er sögu ríkari þar sem leikur og söngur fær að njóta sín hjá þessum hæfileikaríku krökkum. Leikhópurinn tók þátt í Gullna hliðinu sýningu Leikfélags Akureyrar bæði á Akureyri og í Borgarleikhúsinu. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Leikfélags Akureyrar sem þeim þykir svo vænt um.   

Aðgangseyri er stillt í hóf 1000 kr.- fyrir 16 ára og eldri en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Aðeins tvær sýningar 12. desember, klukkan 17:00 og 19:00.

Nýjast