Engir stjörnustælar í Súpermann

Ingi Freyr og Dean Cain við tökur á Jump-þættinum í Austurríki.
Ingi Freyr og Dean Cain við tökur á Jump-þættinum í Austurríki.

Undanfarin þrjú ár hefur Ingi Freyr Sveinbjörnsson ferðast um heiminn og sýnt listir sínar á snjóskautum. Í fyrra tók hann fyrst þátt í breska raunveruleikaþættinum Jump sem sýndir eru um allan heim á Channel 4. Þar er Ingi Freyr í hlutverki þjálfara og kennir frægu fólki að standa á skautunum, stjörnum á borð við Dean Cain, sem gerði garðinn frægann sem Súpermann í þáttunum Lois og Clarke, og Brian McFadden söngvara úr Westlife.

Ingi Freyr kom til landsins í byrjun febrúar eftir tökur á þriðju seríunni á Jump og heldur aftur út mars. Vikudagur settist niður með Inga og spjallaði við hann um þetta óvænta ævintýri en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast