Að þessu sinni voru veittir tólf rannsóknastyrkir en 22 umsóknir bárust sjóðnum. Halldór sagði í ræðu sinni að „góður háskóli verður ekki að veruleika öðruvísi en með metnaðarfullu rannsóknarstarfi. Af umsóknun sem berast Háskólasjóði KEA má dæma að það er metnaður í rannsóknarstarfi skólans.” Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans eða samstarfsstofnana hans. Halldór sagði jafnramt í ræðu sinni: „Þá er leitað eftir verkefnum sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn. Hin síðari ár hefur megin áhersla í styrkveitingum verið á rannsóknarverkefni en styrktarumgjörðin tekur til fleiri þátta. Ekki er ólíklegt að næstu ár verði aukin áhersla lögð á aðra styrktarþætti þannig að stuðningur fáist við fjölþætt verkefni háskólans.”
Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 4,5 mkr. í ár. Frá því upphafleg samstarfsyfirlýsing KEA og Háskólans á Akureyri var undirrituð hefur verið ráðstafað tæpum 85 milljónum króna.
Eftirtalin rannsóknaverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Lífshættir og áhættuhegðun unglinga í alþjóðlegum samanburði (ESPAD). Hug- og félagsvísindasvið - Ársæll Már Arnarson prófessor. Kr. 400.000
Heimskautaréttarþingið 2016. Hug- og félagsvísindasvið - Guðmundur Alfreðsson, prófessor. Kr. 400.000
Áhrif verkjameðferða á þremur endurhæfingardeildum á Íslandi. Heilbrigðisvísindasvið - Hafdís Skúladóttir, lektor. Kr. 250.000
Stofna- og efnagreining á þörungum úr Mývatni. Viðskipta- og raunvísindasvið - Hjörleifur Einarsson, prófessor Kr. 400.000
Ráðstefna við Háskólann á Akureyri, Sjávarútvegur á Norðurlandi. Viðskipta- og raunvísindasvið - Hörður Sævaldsson, lektor. Kr. 300.000
Námsefni í íslensku sem annað mál. Hug- og félagsvísindavið - Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt. Kr. 400.000
Fjölmiðlanotkun íslenskra barna í alþjóðlegu samhengi. Hug- og félagsvísindasvið - Kjartan Ólafsson, lektor Kr. 400.000
Einstæðir ofurforeldrar- samræming fjölskyldur og atvinnulífs. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - Marta Einarsdóttir sérfræðingur. Kr. 300.000
The Arctic in the 21st Century. Hug- og félagsvísindasvið - Rachael Lorna Johnstone, prófessor. Kr. 400.000
Undirbúningur og virk þátttaka í Ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi 2016. Ragnar Stefánsson, prófessor emeritus. Kr. 300.000
Hugleikur – samræður til náms. Hug- og félagsvísindasvið - Sólveig Zophaníasardóttir tók við styrk fyrir hönd Miðstöð skólaþróunar og kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Kr. 400.000
Byggðaþróun á Íslandi í alþjóðlegu ljósi. Hug- og félagsvísindasvið - Þóroddur Bjarnason, prófessor. Kr. 400.000