Engin verslun í Hrísey

Júllabúð hefur séð Hríseyingum fyrir helstu nauðsynjavörum. Eyjaskeggjar þurfa nú að sækja allar vör…
Júllabúð hefur séð Hríseyingum fyrir helstu nauðsynjavörum. Eyjaskeggjar þurfa nú að sækja allar vörur upp á fastalandið.

Júlíus Freyr Theódórsson, sem rekið hefur verslunina Júllabúð í Hrísey undanfarin ár, er hættur rekstri. Versluninni var lokað þann 10. mars síðastliðinn og því er engin verslun í Hrísey eins og staðan er í dag. Júlíus segir í samtali við Vikudag að erfiður rekstur hafi gert það að verkum að hann ákvað að loka búðinni. Júlíus rekur einnig veitingahúsið Brekku í Hrísey en mun hætta þeim rekstri í vor. Enn er óvíst hver tekur við rekstri Brekku og Júllabúðar.

Ingimar Ragnarsson, formaður hverfisnefndarinnar í Hrísey, segir slæmt að engin verslun sé í eyjunni og það sé óvíst hvenær hún verði opnuð á ný. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.

-þev

Nýjast