Metfjöldi smita í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins greindust í gær eða alls 99 smit. Af þeim voru 59 í sóttkví. Flest smitin eru á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur á vefnum covid.is að engin smit hafi greinst á Norðurlandi eystra en einn bættist við í sóttkví.
Þrjú virk smit eru á Norðurlandi eystra, öll á Akureyri og 22 eru í sóttkví.