Engin ákvörðun um framtíð Norðlenska

Norðlenska á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson
Norðlenska á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska hefur keypt húseignir útgerðarfélagsins Vísis á Húsavík, alls um 5 þúsund fermetra. Í húsunum var vinnslusalur Vísis, frystigeymslur, skrifstofur, gistiheimili og geymslur. Norðlenska er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði. Aðspurður um hvort það komi til greina að færa alla starfsemina til Húsavíkur segir Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.  

„Við erum alltaf að leita leiða til að hagræða, okkar starfsumhverfi er síbreytilegt og má segja að breytingarnar og breyttar kröfur gerist oft hratt, svo þarna erum við með tækifæri í höndunum sem við eigum eftir að útfæra nánar,“ segir Sigmundur.

throstur@vikudagur.is

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast