Akureyrarbær hyggst endurnýja strætisvagnaflotann á næstu árum. Í framkvæmdaáætlun bæjarins til næstu þriggja ára er gert ráð fyrir hátt í 200 milljónum til kaupa á strætisvögnum. Eins og Vikudagur greindi frá í fyrravetur eru margir strætisvagnar á Akureyri komnir til ára sinna og standast vart skoðun.
Þá er bærinn einnig að skoða að kaupa strætisvagna sem ganga fyrir vistvænni orkugjafa í
samstarfi við Vistorku. Gert er ráð fyrir 70 milljónum til kaupa á strætisvagni eða vögnum strax á næsta ári. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.