Endurbætur á sundlauginni hefjast síðsumars
Farið verður í viðhald á Sundlaug Akureyrar seinni partinn í sumar en ekki á vormánuðum eins og til stóð. Dagur Fannar Dagsson, formaður framkvæmdaráðs Akureyrar, segir ekki hafa tekist að hefja framkvæmdir í tæka tíð, ekki síst í ljósi veðurfarsins undanfarnar vikur. Eins og Vikudagur greindi frá fyrr í haust er gert ráð fyrir viðamikilli uppbyggingu við Sundlaug Akureyrar á næstu 2-3 árum í nýrri framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar.
Samhliða nýrri rennibraut sem áætlað er að reisa verður m.a. farið í endurbætur á yfirborðshellum og barnalauginni. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru rúmlega 200 milljónir króna en hátt í 110 milljónir er vegna nýrrar rennibrautar. Samhliða rennibrautinni verður einnig farið í framkvæmdir á nýju pottasvæði.
-þev