Endurbætur á Rósenborg vegna skólastarfs

Hluti nemenda Lundarskóla verða í Rósenborg næstu tvo vetur.
Hluti nemenda Lundarskóla verða í Rósenborg næstu tvo vetur.

Á meðan á framkvæmdum í Lundarskóla á Akureyri vegna myglu stendur yfir verður hluti skólastarfsins færður í Rósenborg. Hluti þeirrar starfsemi sem þar hefur verið verður færður í Íþróttahöllina og Ráðhús Akureyrarbæjar. Nú þegar eru hafnar endurbætur í Rósenborg svo húsnæðið henti betur skólastarfinu og verður þeim lokið fyrir haustið 2020.

Í minnisblaði frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar segir að eins og staðan sé núna hugnist skólastjórnendum ágætlega sú vissa að 7.-10. bekkur fari í Rósenborg í tvo vetur og 1.-6. bekkur geti áfram verið í húsnæði skólans á meðan álmurnar verða lagfærðar. Fyrst í lagfærðri B-álmu og síðan í nýrri A-álmu á meðan B-álman væri kláruð. „Þarna eru forsendur nokkuð vissar og í skólastarfsemi er það mikill kostur fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra,“ segir í minnisblaðinu.


Athugasemdir

Nýjast