Endurbættur húsakostur hjá SÍMEY

Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Símenntunar Eyjafjarðar, SÍMEY, að Þórsstíg 4 á Akureyri og er fyrirtækið nú mun betur í stakk búið til að þjónustua viðskiptavini sína. Meðal nýjunga er að teknar hafa verið í notkun tvær nýjar og glæsilegar kennslustofur. SÍMEY dreifði fyrir stuttu bæklingi sínum í hús til Eyfirðinga og er þar að finna fjölbreytta flóru námskeiða og endurmenntunartilboða. Ljóst er að mikil aukning hefur verið í þátttöku á símenntunarnámskeiðum undanfarin ár. Kemur þar margt til. Fjármagn hefur verið aukið í málaflokkinn frá hinu opinbera, stéttarfélög og fyrirtæki hafa hvatt félags- og starfsmenn sína til að sækja þessi námskeið, enda viðurkennt að slíkt hefur jákvæð áhrif á starfsfólkið og eykur mannauðinn.

Starfsmenn hjá SÍMEY hafa ákveðið að vera með opið hús um helgina til að kynna almenningi hin nýju húsakynni og verður opið hjá þeim á morgun, laugardaginn 20. janúar milli kl. 13:00 og 16:00

Nýjast