Skíðamót Íslands fór fram um helgina á Dalvík og í Ólafsfirði þar sem fremsta skíðafólk landsins var samankomið. Keppt var í skíðagöngu og alpagreinum.
Í skíðagöngu voru það Elsa Guðrún Ólafsdóttir, Ólafsfirði, og Vadim Gusev, SKA, sem sköruðu framúr. Elsa Guðrún vann alls fimm gullverðlaun en Vadim vann fjögur.
Í alpagreinum var það Björgvin Björgvinsson, Dalvík, og Íris Guðmundsdóttir, SKA, sem stóðu sig best. Björgvin vann þrefalt í karlaflokki en Íris tvöfalt í flokki kvenna.