Fermingar í sumar

Akureyrarkirkja.
Akureyrarkirkja.

Alla jafnan eru fermingar fyrirferðarmiklar á þessum tíma árs en vegna kórónuveirunnar verða fermingar ýmist í sumar eða haust. „Ég er búinn að ferma eina stelpu í vor en fermingarnar verða vissulega með öðrum hætti þetta árið,“ segir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju.

„Annirnar eru öðruvísi og það verður ekki þessi hvellur eins og yfirleitt er á vorin. Við gefum fólki kost á einkaathöfnum og það ætla sumir að nýta sér það. Einnig ætlum við að bjóða upp á þann möguleika að ferma í almennum sunnudagsmessum í sumar og nú þegar er búið að bóka fermingar á ellefu sunnudaga í sumar. Þá höfum við að hámarki fimm krakka í hverri messu. Svo stefnum við á stærri athafnir í haust; síðustu helgina í ágúst og fyrstu helgina í september.“

 


Athugasemdir

Nýjast