Eldur um borð rannsóknarskipi hjá Slippnum Akureyri

Eldur kom upp í rannsóknarskipinu Poseidon, gamla togaranum Harðbak EA, við bryggju hjá Slippnum Akureyri nú í morgun. Engin slys urðu á fólki og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem kom upp í rými aftarlega á millidekki.  

Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um eldinn skömmu fyrir klukkan hálf ellefu og liðið var fljótt á staðinn, enda í næsta húsi við Slippinn. Verið var að logskera á aðaldekkinu, þegar eldur komst í einangrun í rými fyrir neðan. Þar var líka glússatankur sem sprakk og við það magnaðist eldurinn um stund. Að loknu slökkvistarfi var rýmið reykræst.

Nýjast