Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um eldinn skömmu fyrir klukkan hálf ellefu og liðið var fljótt á staðinn, enda í næsta húsi við Slippinn. Verið var að logskera á aðaldekkinu, þegar eldur komst í einangrun í rými fyrir neðan. Þar var líka glússatankur sem sprakk og við það magnaðist eldurinn um stund. Að loknu slökkvistarfi var rýmið reykræst.