Eldur í þaki sjúkrahússins

Eldur kviknaði í þaki Sjúkrahússins á Akureyri fyrir skömmu. Slökkvilið Akureyrar var kallað út en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Slökkviliðið er enn að störfum. Verið var að leggja nýjan tjörupappa á þakið og kviknaði eldurinn út frá gasprímus sem notaður var við þá vinnu. Ekki er talið að um miklar skemmdir séu að ræða og urðu engin slys á fólki.

throstur@vikudagur.is

Nýjast