29. janúar, 2007 - 11:52
Fréttir
Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafjarðarsveit skemmdist talsvert í eldsvoða í nótt. Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um eldinn skömmu fyrir kl. 02.00 í nótt og fóru slökkviliðsmenn á staðinn á tveimur dælubílum, um 10 km leið. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður reykur undan þaki hússins. Slökkvistarf gekk greiðlega og er bústaðurinn ekki talinn ónýtur en talsvert skemmdur. Fólk hafði verið í bústaðnum í gær en hann var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Málið er í rannsókn.