Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds í ruslagámi, norðan við Ráðhúsið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Málið er í rannsókn.
Slökkviliðið er af og til kallað út vegna elds í ruslagámum.
Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Sigurbjörg Ingvadóttir notandi í dagþjálfun á Hlíð afhenti fullan poka af fallegum sjúkrabílaböngsum til sjúkraflutningamanna nú fyrir skemmstu. Sibba, eins og hún er
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.
Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.
Já vorið er sú árstíð sem ég elska mest. Sennilega er það líka ljótasta árstíðin. Allt skítugt, grasið gulbrúnt, tré og runnar berir. En svo breytist allt á augabragði. Og daginn sem sólgulur fífill brosir við mér, feit hunangsfluga flýgur framhjá, eða kónguló spásserar yfir borðið sem ég sit við, þá hellist þessi barnslega gleði og tilhlökkun vegna sumars sem er í vændum yfir mig. En besta vormerkið er án efa að það birtir.
„Þetta er ein hraðasta íþrótt í heimi. Ég hef lýst henni á þann veg að leikmaður er í 100 metra hlaupi á fullum hraða, gefi allt í sprettinn, með 10-15 kg aukalega á sér ásamt því að tveir menn hangi á honum. Það þarf að huga að kylfu og hvar pökkurinn er auk þess sem farið er um á örmjóu blaði. Íshokkí reynir mjög mikið á leikmenn, þeir þurfa að vera í góðu formi, sterkir og hafa gott jafnvægi,“ segir Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Hún var ein af þeim konum sem tók þátt í að stofna kvennalið Skautafélags Akureyrar fyrir 25 árum og er enn að, spilar með og þjálfar að auki U16 kvenna hjá félaginu
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“
Gengið verður til samninga við lægstbjóðenda, Finn ehf í gerð tveggja stíga á Akureyri, Hamrastígs og Kirkjugarðsstígs, en fyrirtækið átti lægsta boð í bæði verkin.