Eldur í húsi á Akureyri

Eldur logar í íbúðarhúsi á Oddeyrinni á Akureyri en tilkynning um eldinn barst um þrjúleytið í dag. Ekki er vitað á þessari stundu hvort einhver slys hafi orðið á fólki en töluverður reykur berst frá húsinu. Slökkvilið Akureyrar er á staðnum og vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins en sjúkrabifreiðar eru einnig á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óvíst um eldsupptök og lítið hægt að segja um atvikið að svo stöddu. Uppfært: Kona sem bjó í einni af fjórum íbúðum hússins var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar með snert af reykeitrun. Búið er að slökkva eldinn og mildi þykir að ekki fór verr.

-þev

Nýjast