Eldur í gömlu húsi við Barmahlíð á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað í Barmahlíð á Akureyri á níunda tímanum í kvöld en þar logaði mikill eldur í gömlu timburhúsi. Samkvæmt upplýsingum á vettvangi var einn maður sofandi í viðbyggingu við húsið þegar komið var á staðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað um líðan hans. Slökkviliðsmenn voru byrjaðir að rífa þakið í vinnu sinn við slökkvistarfið.

Nýjast