Eldur í bíl

Slökkvilið Akureyrar var kallað að malarkrúsunum neðan Hlíðarfjalls fyrir stundu en þar var mikill eldur í fólksbíl, sem lá á toppnum utan vegarslóða. Enginn var í bílnum og enginn nálægur þegar slökkviliðið kom á staðinn og ekki er vitað hvort kveikt var í bílnum eða hvort upp kom eldur í honum eftir að hann hafnaði á toppnum.  

Lögreglan rannsakar málið en vitni höfðu séð menn vera að leika sér á bíl á þessu svæði síðustu daga, samkvæmt upplýsingum Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra. Bíllinn er gjörónýtur.

Nýjast