Eldsvoði í Eyjafirði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í tengibyggingu á milli tveggja stórra gróðurhúsa  á garðyrkjubýlinu Brúnulaug í Eyjafjarðarsveit um klukkan tvö í nótt. Þetta kemur fram á Vísir.is. Þar segir að mikill eldur hafi logað þegar slökkviliðið á Akureyri kom á vettvang og hafði hann náð að teygja sig eitthvað inn í gróðurhúsin sjálf, en slökkvistarf gekk vel.  

Miklar skemmdir urðu á húsunum, en þar var paprikkurækt komin á lokastig. Ekki er ljóst hvort uppskeran er öll ónýt. Rafmagn fór af gróðrastöðinni og nokkrum bæjum í kring, en starfsmönnum RARIK tókst að koma straumi á aftur. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögregla málið, er fram kemur í frétt Vísis.

Nýjast