Ekki verið tekin ákvörðun um hvaða leið verður farin í sorphreinsimálum

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar var lagður fram liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa þar sem fram koma áhyggjur af sorpmálum og fyrirætlunum bæjarins í þeim efnum. Vísað var til bókunar í fundargerð umhverfisnefndar um framtíðarsýn. Efasemdir komu fram um þriggja tunnu kerfi og að kostnaðurinn yrði mjög mikill fyrir íbúana við að koma sér upp aðstöðu fyrir tunnurnar.  

Talið var að hægt væri að leysa sorpmálin með einfaldari og ódýrari hætti. Íbúar ættu að eiga val um fleiri kosti í úrgangsmálum og hafa eitthvað að segja um í hvað fjármunirnir fara. Í bókun framkvæmdaráðs kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvaða leið verði farin í sorphreinsimálum á Akureyri. Stefnt sé að útboði á sorphreinsun innan tíðar og mun útboðið leiða til lykta hver framkvæmdin verður.

Nýjast