Ekki verði horft lengur framhjá náttúrupassa

Steingrímur Birgisson
Steingrímur Birgisson

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds – Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins, segir að ekki verði lengur horft fram hjá þeirri staðreynd að innheimta þurfi gjald af ferðamönnum og kveðst hlynntur náttúrupassa. „Það er í lagi að byrja á honum og sjá hver reynslan verður, ef fram koma á honum gallar er hægur vandi að laga, bæta og breyta," segir Steingrímur.

Hann segir alveg ljóst að á mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins er á stundum margt um manninn og það valdi miklu álagi á viðkomandi stöðum.

Steingrímur segir einnig nauðsynlegt að vinna að því að dreifa ferðamönnum víðar um landið en raunin er nú. Langflestir staldri við á suðvesturhorni landsins, „en það þarf að setja kraft í að koma upp á landinu öðrum alþjóðaflugvelli og þá horfi ég til Akureyrar í þeim efnum. Það yrði mikil lyftistöng fyrir okkar landshluta,“ segir hann. Lengra viðtal við Steingrím má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast