25. október, 2007 - 19:42
Fréttir
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun byggingafulltrúa Akureyrarbæjar að veita byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að hluta til á tveimur hæðum, á lóðinni númer 6 við Sómatún í Naustahverfi. Málið var kært til nefndarinnar - reyndar í annað skipti - fyrir hönd íbúa við Sómatún 4 og 8. Kærendur gerðu þá kröfu að áðurnefnd ákvörðun yrði felld úr gildi. Jafnframt var krafist bráðabirgðaúrskurðar um stöðvun framkvæmda þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir í kærumálinu og féllst nefndin á þá kröfu í ágúst s.l.