Ekki snjókorn að sjá í Húsavíkurfjalli

Húsavíkurfjallið alautt föstudaginn 13. nóvember. Mynd: Heiðar Kristjánsson.
Húsavíkurfjallið alautt föstudaginn 13. nóvember. Mynd: Heiðar Kristjánsson.

Húsavíkurfjall hefur nú um langa hríð verið marautt og aðeins einu sinni í vetur hefur snjóað í það að ráði, en hvíta slæðan staldraði þá stutt við. Þetta er ekki einsdæmi í miðjum nóvember en vissulega óvenjulegt. „Þetta er afar sérstakt en hefur þó komið fyrir á síðustu árum, enda verða veturnir æ snjóléttara og ekkert í líkingu við það sem áður var. Og þó allt sé marautt niðri í bænum er oft snjór í fjallinu, þannig að snjóleysið þar uppi  er góður mælikvarði á tíðarfarið.“ Sagði Húsvíkingur um nírætt sem rætt var við um veður og horfur.

Myndin var tekin um miðjan dag á föstudegi, en þá reyndar hermdu spár að fjallið myndi hugsanlega skipta litum innan tíðar. JS

Nýjast