Ekki lengur skylda að bera grímu í strætó

Grímuskylda í Strætó á Akureyri sem tók gildi í gær var afnumin í dag. Mynd á facebooksíðu Strætisva…
Grímuskylda í Strætó á Akureyri sem tók gildi í gær var afnumin í dag. Mynd á facebooksíðu Strætisvagna Akureyrar

Farþegar í Strætisvögnum Akureyrar þurfa ekki að bera gímu. Þetta var ákveðið í dag eftir að nánari fyrirmæli bráust frá Almannavörnum og í kjölfarið var slakað á kröfum  frá í gær um grímuskyldu í vögnunum.

Á facebook síðu Strætisvagna Akureyrar er þeim tilmælum þó beint til farþegar að nota grímur um borð í vögnunum, enda bendi
niðurstöður nýlegra rannsókna  til þess að grímur geta haft áhrif á að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir  með notkun gríma.

Um borð í vögnum SVA eru sprittbrúsar á móts við inngang í vagnana og biðjum við alla farþega að spritta sig um leið og gengið er um borð.
Sem fyrr verður miðað við að ekki séu fleiri í vögnunum en 30 í einu og eru farþegar beðnir um að virða 2 metra regluna í hvívetna.
Fremstu sætaraðir eru hugsaðar sérstaklega fyrir þá farþega sem vilja einangra sig enn frekar frá öðrum farþegum en gengið er inn að aftan í vagnana.


Nýjast