Ekki hægt að ljúka uppsetningu á áhorfendapöllum í Höllinni

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar getur ekki orðið við áskorun aðalfundar Akureyrar Handboltafélags, þess efnis að lokið verði við uppsetningu á áhorfendabekkjum í Íþróttahöllinni sem fyrst, þar sem ekki sé gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun.  

Stjórnin getur heldur ekki orðið við beiðni félagsins um að leyfa auglýsingar á gólfi Hallarinnar en samþykkti að fela starfsmönnum Fasteigna Akureyrarbæjar að ræða við Akureyri Handboltafélag um að leita annarra leiða með fyrirkomulag auglýsinga.

Nýjast