Ekki gert ráð fyrir að klára framkvæmdir við lóð Naustaskóla á næsta ári

Séð yfir Naustaskóla. Mynd/Hörður Geirsson
Séð yfir Naustaskóla. Mynd/Hörður Geirsson

Samkvæmt fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er ekki gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við skólalóð Naustaskóla á næsta ári og verður framkvæmdum frestað til ársins 2017. Er þetta þvert á óskir foreldra og skólayfirvalda í Naustaskóla. Á aðalfundi Foreldrafélags Naustaskóla í haust var samþykkt einróma ályktun um að „skora á bæjaryfirvöld á Akureyri að standa við þá ákvörðun að ljúka framkvæmdum við skólalóð Naustaskóla á árinu 2016.“

Ágúst Jakobsson, skólastjóri í Naustaskóla, segir í samtali við Vikudag að þetta séu mikil vonbrigði. Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi í Sjálfstæðisflokknum og Margrét Kristín Helgadóttir hjá Bjartri framtíð gera athugasemdir við frestun framkvæmda við Naustaskóla. Í bókun á bæjarráðsfundi leggja þær til að lóðin við Naustaskóla verði sett inn á fjárhags­ áætlun 2016.

„Það getur ekki verið gott fordæmi sem Akureyrarbær sýnir ef lóðarframkvæmdum við skólann er enn og aftur slegið á frest,“ segir í bókun Evu Hrundar og Margrétar Kristínar en lengri frétt um málið má sjá í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast