Ekki ástæða til að áminna kennarana

Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn á Akureyri.

Ekki þykir ástæða til að áminna tvo kennara í Menntaskólanum á Akureyri sem kvartað var yfir vegna ósæmilegrar hegðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jón Márs Héðinssonar skólameistara á heimasíðu MA. „Málin voru rannsökuð í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga og andmælaréttar kennaranna gætt. Rannsóknin staðfestir ekki þær alvarlegu ásakanir sem fram koma í umræddu bréfi og leiddi í ljós að í hvorugu tilvikinu væri tilefni til að veita áminningu samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna,“ segir Jón Már.

Forsaga málsins er sú að foreldrar nemenda við skólann skrifuðu skólayfirvöldum bréf og kvörtuðu yfir ósæmilegri framkomu tveggja kennara við skólann í garð nemenda. Jón Már sagði í samtali við Vikudag að málið væri litið alvarlegum augum. Ekki hafi áður borist kvartanir vegna kennarana tveggja. Í bréfinu var kvartað undan óviðeigandi athugasemda kennara í garð stúlku og niðurlægjandi framkomu annars kennara í garð nemenda.

-þev

Nýjast